Chelsea er komið á beinu brautina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigur gegn Wolves, 3:1, í 22. umferð deildarinnar á Stamford Bridge í kvöld.
Það voru þeir Tosin Adarabioyo, Marc Cucurella og Noni Madueke sem skoruðu mörk Chelsea í leiknum en Matt Doherty skoraði mark Wolves á lokamínútum fyrri hálfleiks.
Chelsea var án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum fyrir leik kvöldsins en liðið hafði tapað tveimur leikjum og gert tvö jafntefli.
Með sigrinum er Chelsea komið í fjórði sæti deildarinnar með 40 stig, sjö stigum minna en topplið Liverpool sem á leik til góða á Chelsea.