Chelsea upp í fjórða sætið

Noni Madueke fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Chelsea …
Noni Madueke fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Chelsea í kvöld. AFP/Ben Stansall

Chelsea lyfti sér upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Wolves á heimavelli sínum, Stamford Bridge í London, 3:1.

Chelsea er þá með 40 stig, fjórum stigum á eftir Arsenal og Nottingham Forest, og fór upp fyrir bæði Manchester City og Newcastle sem síga niður í fimmta og sjötta sæti.

Tosin Adarabioyo kom Chelsea yfir á 24. mínútu en Matt Doherty jafnaði fyrir Úlfana í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Marc Cucurella, bakvörðurinn hárprúði, kom Chelsea yfir á ný á 60. mínútu eftir undirbúning Kiernans Dewsbury-Halls og Noni Madueke innsiglaði sigurinn með marki á 65. mínútu eftir sendingu frá Trevoh Chalobah.

Úlfarnir eru áfram í 17. sætinu með 16 stig og halda sér fyrir ofan Ipswich í fallsætinu á markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert