Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að hann hafi haft áhyggjur af meiðslum franska miðvarðarins William Saliba.
Saliba missti af leik Arsenal gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardag sem endaði með jafntefli, 2:2, vegna meiðsla aftan í læri.
„Já, auðvitað hef ég áhyggjur. Sérstaklega þegar við lítum til meiðslanna sem við erum að glíma við í hópnum og á varamannabekkinn okkar. Ég hef miklar áhyggjur,“ sagði Arteta við fréttamenn eftir leikinn á laugardagskvöld.
Saliba gekkst undir frekari skoðanir í gær og hefur komið í ljós að hann verður frá í tvær vikur og missir þar með af þremur leikjum til viðbótar.