Sýna sóknarmönnum United áhuga

Joshua Zirkzee, Bruno Fernandes og Rasmus Höjlund á góðri stundu.
Joshua Zirkzee, Bruno Fernandes og Rasmus Höjlund á góðri stundu. AFP/Paul Ellis

Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan er í leit að sóknarmanni fyrir karlalið sitt í janúarglugganum. Á blaði eru meðal annars Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee, framherjar Manchester United.

ESPN greinir frá því að Höjlund og Zirkzee komi til greina ásamt Joao Félix, sóknarmanni Chelsea.

Allir þrír hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og gætu skipt um félag í janúar. Í tilfelli Höjlund og Zirkzee myndi Man. United ekki leyfa öðrum þeirra að fara nema fá inn sóknarmann í staðinn í glugganum.

Það er ekki síst vegna þess að annar sóknarmaður enska liðsins, Marcus Rashford, er á förum. Var hann einnig orðaður við AC Milan en nú virðist líklegast að Borussia Dortmund klófesti hann að láni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert