Ástralanum verður ekki sagt upp störfum

Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou. AFP/Henry Nicholls

Ástralski knattspyrnustjórinn Ange Postecoglou á það ekki á hættu að missa starfið sitt hjá Tottenham, þrátt fyrir dapurt gengi að undanförnu.

Það er breski miðillinn Telegraph sem greinir frá þessu en Postacoglou, sem er 59 ára gamall, tók við þjálfun Tottenham fyrir tímabilið 2023-24.

Tottenham hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og rétt missti af Meistaradeildarsæti en gengið í ár hefur verið langt undir væntingum.

Liðið er sem stendur í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig og hefur aðeins unnið sjö leiki á tímabilinu.

Tottenham er 8 stigum frá fallsæti en félagið hefur verið í miklum meiðslavandræðum það sem af er tímabili og saknar margra lykilmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert