Franski knattspyrnumaðurinn William Saliba verður fjarri góðu gamni þegar Arsenal tekur á móti Dinamo Zagreb í 7. umferð Meistaradeildar Evrópu í Lundúnum á morgun.
Þetta tilkynnti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á blaðamannafundi í dag en Saliba, sem er 23 ára gamall og lykilmaður í varnarleik Arsenal, er að glíma við meiðsli aftan í læri.
Hann missti af síðasta deildarleik liðsins gegn Aston Villa á sunnudaginn síðasta en leiknum lauk með jafntefli, 2:2, í Lundúnum.
Saliba gekk til liðs við Arsenal Saint-Étienne í Frakklandi árið 2019 og hefur myndað eitt öflugasta miðvarðapar deildarinnar með Gabriel undanfarin tímabil en óvíst er hversu lengi Frakkinn verður frá keppni vegna meiðslanna.