Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, missti stjórn á skapi sínu eftir 3:1-tap liðsins fyrir Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
The Athletic greinir frá því að Amorim hafi í bræði sinni brotið skjáinn á sjónvarpi í búningsklefa liðsins.
Sjónvarp þetta er notað til þess að fara yfir leikskipulag fyrir og á meðan leikjum stendur og þarfnast lagfæringar fyrir næsta leik liðsins gegn Rangers í Evrópudeildinni annað kvöld.
Amorim lét leikmenn heyra það í búningsklefanum og sagði svo í samtali við fréttamenn eftir tapið fyrir Brighton að líklega væri um slakasta lið Manchester United í sögu félagsins að ræða.
Landi hans frá Portúgal, Sérgio Conceicao, braut sömuleiðis sjónvarp í búningsklefa eftir leik AC Milan fyrr í mánuðinum, þar sem Conceicao er knattspyrnustjóri.