Táningur handtekinn fyrir níð í garð Havertz

Kai Havertz fagnar marki í leik með Arsenal.
Kai Havertz fagnar marki í leik með Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Lögregla hefur handtekið táningsstrákur fyrir að senda eiginkonu þýska knattspyrnumannsins Kai Havertz, ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum.

Sophia Havertz birti skilaboð sem henni barst eftir að Arsenal tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Manchester United í ensku bikarkeppninni í síðustu viku.

Kai klúðraði einu vítaspyrnu Arsenal í vítakeppninni og ákvað 17 ára strákur að senda Sophiu, sem er ólétt að fyrsta barni hjónanna, ausa úr skálum reiði sinnar við hana.

Talsmaður lögreglunnar í Hertfordskíri sagði að strákurinn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa sent Sophiu skilaboðin og að honum hefði verið sleppt lausum gegn tryggingu á meðan rannsóknin heldur áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert