City upp fyrir Chelsea

Phil Foden, t.h., fagnar sínu marki ásamt Erling Haaland.
Phil Foden, t.h., fagnar sínu marki ásamt Erling Haaland. AFP/Oli Scarff

Manchester City hafði betur gegn Chelsea, 3:1, í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Manchester í kvöld.

Manchester City er nú komið fyrir ofan Chelsea og í fjórða sæti deildarinnar með 41 stig en Chelsea er nú í 6. sæti með 40 stig. 

Chelsea-menn fengu draumabyrjun í Manchester en á þriðju mínútu leiksins kom Noni Madueke liðinu yfir. 

Þá átti nýi varnarmaður City Abdukodir Khusanov hörmulega skallasendingu til baka á markvörðinn Ederson. Nicolas Jackson komst í boltann og náði að framlengja honum á Madueke sem potaði boltanum í autt markið, 0:1. 

Erling Haaland kom Manchester City yfir.
Erling Haaland kom Manchester City yfir. AFP/Oli Scarff

Chelsea-menn ógnuðu næstu tíu mínúturnar en eftir það tók City yfir leikinn. 

Varnarmaðurinn Josko Gvardiol jafnaði metin fyrir City-menn á 42. mínútu þegar hann fylgdi á efir skoti Matheus Nunes, 1:1. 

Erling Haaland kom City síðan yfir á 68. mínútu. Þá fékk hann langa sendingu frá Ederson og var einn gegn Trevoh Chalobah. 

Færið var ekkert sérlega gott en Robert Sánchez markvörður Chelsea kom allt of langt út úr markinu sem gerði Haaland kleift að lyfta boltanum yfir hann og skora með glæsibrag, 2:1. 

Chelsea-menn fagna marki Noni Madueke.
Chelsea-menn fagna marki Noni Madueke. AFP/Oli Scarff

Phil Foden innsiglaði sigur Manchester City á 87. mínútu með marki í skyndisókn eftir sendingu í gegn frá Haaland, 3:1.

Manchester City heimsækir Arsenal í næstu umferð en Chelsea fær West Ham í heimsókn. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. City 3:1 Chelsea opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert