Liverpool vann afar sannfærandi sigur á Ipswich í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag.
Cody Gakpo skoraði tvö mörk og Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai skoruðu eitt mark hvor fyrir Liverpool. Jacob Greaves skoraði mark Ipswich.
Mörkin og helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur enska boltann í samstarfi við Símann sport.