Bryan Mbeumo slapp með skrekkinn þegar hann fékk annað tækifæri til þess að taka vítaspyrnu sem hann hafði klúðrað er Brentford lagði Crystal Palace 2:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Mbeumo tók stutt tilhlaup og skaut í stöng en honum til happs hafði leikmaður Palace hlaupið of snemma inn í vítateiginn. Í annarri tilraun tók Mbeumo aftur stutt tilhlaup en skoraði þá af öryggi.
Kevin Schade tvöfaldaði forystu Brentford með góðum skalla áður en táningurinn Romain Esse minnkaði muninn fyrir Palace í sínum fyrsta leik fyrir liðið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.