Rashford reiðubúinn að taka á sig launalækkun

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP/Darren Staples

Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að fara til Barcelona. 

Rashford, sem er leikmaður Manchester United, hefur ekki verið liðinu í meira en mánuð en hann og nýi stjóri félagsins, Rúben Amorim, hafa ekki náð vel saman. 

Rashford hefur verið orðaður við Barcelona undanfarna daga en SkySports segir frá því að Englendingurinn sé reiðubúinn að taka á sig töluverða launalækkun til að komast til Barcelona. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert