Markvörðurinn lagði upp mark í Liverpool (myndskeið)

Everton vann öruggan 4:0-heimasigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Beto skoraði tvö mörk fyrir Everton og þeir Abdoulaye Doucouré og Iliman Ndiaye sitt markið hvor.

Doucouré skoraði fyrsta mark leiksins eftir örfáar sekúndur og langan bolta fram frá Jordan Pickford í marki Everton.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert