Ekki mín ákvörðun að láta hann fara

Eddie Howe.
Eddie Howe. AFP/Oli Scarff

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United, segir það ekki hafa verið sína ákvörðun að láta enska varnarmanninn Lloyd Kelly fara til Juventus í janúarglugganum.

Juventus fékk Kelly að láni fyrst um sinn og ber svo að festa kaup á honum í sumar fyrir 20 milljónir punda. Kelly samdi aðeins við Newcastle síðasta sumar.

„Í þessum glugga höfum við reynt að halda okkur innan ramma PSR-reglnanna og taka ákvarðanir sem munu hjálpa okkur til lengri tíma litið. Þetta var ein af þeim ákvörðunum.

Það var ekki mín ákvörðun að láta hann fara. Við vorum raunar mjög tregir til þess því Lloyd er leikmaður sem hafði nýlega skrifað undir hjá okkur og við trúðum á hann og eiginleika hans.

Það er svekkjandi fyrir hann að hafa ekki spilað meira en það var aðallega vegna frammistöðu annarra leikmanna í hans stöðu,“ sagði Howe á fréttamannafundi í gær.

Lloyd Kelly í leik með Newcastle.
Lloyd Kelly í leik með Newcastle. AFP/Andy Buchanan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert