Bournemouth vann tvöfalt

Andoni Iraola faðmar Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool.
Andoni Iraola faðmar Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. AFP/Glyn Kirk

Andoni Iraola, knattspyrnustjóri Bournemouth, hefur verið útnefndur stjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Er þetta í annað sinn sem hann vinnur til verðlaunanna á ferlinum.

Iraola hafði áður verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í deildinni í mars á síðasta ári.

Undir hans stjórn fór Bournemouth taplaust í gegnum janúar: vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í fjórum deildarleikjum.

Í leikjunum fjórum skoraði Bournemouth tólf mörk. Fimm þeirra skoraði Justin Kluivert, sem var fyrr í dag útnefndur leikmaður janúarmánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert