Menn gegn drengjum

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, ræðir við Richarlison sóknarmann Tottenham.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, ræðir við Richarlison sóknarmann Tottenham. AFP/Oli Scarff

„Þetta voru menn gegn drengjum,“ sagði Stepehen Kelly, fyrrverandi knattspyrnumaður Tottenham, eftir stórsigur Liverpool á Tottenham, 4:0, í seinni leik liðanna í enska deildabikar karla í knattspyrnu á Anfield í gærkvöldi. 

Liverpool fer samanlagt áfram, 4:1, og mætir Newcastle í úrslitaleik. Það var ekki sjón að sjá Tottenham-liðið sem fór með forystu inn í leikinn. 

„Liverpool-liðið var kröftugra og Tottenham gaf endalaust boltann frá sér. 

Eftir að Liverpool-menn skoruðu þá stjórnuðu þeir algjörlega ferðinni. Tottenham átti ekki skot á markið, þetta voru menn gegn drengjum,“ sagði Kelly við breska ríkisútvarpið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert