Sigurmark United átti ekki að standa

Harry Maguire skorar sigurmarkið.
Harry Maguire skorar sigurmarkið. AFP/Oli Scarff

Harry Maguire var hetja Manchester United er liðið sló Leicester úr leik í 4. umferð enska bikarsins í fótbolta í kvöld.

Maguire stangaði boltann í netið í uppbótartíma og tryggði United 1:0-sigur en staðan í hálfleik var 1:0, Leicester í vil.

Í sjónvarpsútsendingu var augljóst að Maguire var fyrir innan þegar spyrnan var tekin og var í rangstöðu. Aðstoðardómarinn missti hins vegar af atvikinu og lyfti ekki flaggi sínu.

Ekkert VAR er í 4. umferðinni þar sem tæknin er ekki til staðar á öllum völlum sem spilað er á í umferðinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert