Frakkinn William Saliba, miðvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er sagður vera efstur á óskalista spænska stórveldisins Real Madrid.
Spænski miðilinn RMC segir frá en Saliba, sem er aðeins 23 ára gamall, hefur verið frábær með Arsenal síðan hann byrjaði að spila haustið 2022.
Samkvæmt miðlinum þyrfti Real Madrid að greiða mjög háa upphæð til að fá Frakkann til liðs við sig, upphæð sem yrði sú hæsta fyrir varnarmann í sögunni.
Real Madrid er einnig á eftir Trent Alexander-Arnold, varnarmanni Liverpool, sem rennur út úr samningi í Bítlaborginni í sumar.