Bournemouth vann úrvalsdeildarslaginn

Liðsmenn Bournemouth fagna marki Antoine Semenyo.
Liðsmenn Bournemouth fagna marki Antoine Semenyo. AFP/Paul Ellis

Bournemouth er komið í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigur gegn Everton, 2:0, á Goodison Park í dag.

Antoine Semenyo kom Bournemouth yfir á 23. mínútu með marki af vítapunktinum og Daniel Jebbison bætti við öðru marki á 43. mínútu.

Ipswich er sömuleiðis komið í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir sigur gegn Coventry, 4:1.

Jack Clarke skoraði tvö mörk og Jaden Philogene-Bidace og George Hirst skoruðu eitt mark hvor fyrir Ipswich. Joel Latibeaudiere skoraði mark Coventry. 

Fulham lagði C-deildarliðið Wigan, 2:1, í fjórðu umferð enska bikarsins í dag.

Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham en Johnny Smith skoraði mark Wigan.

Burnley, sem leikur í ensku B-deildinni, hafði betur gegn úrvalsdeildarliðinu Southampton, 1:0, í fjórðu umferð enska bikarsins í dag.

Marcus Edwards skoraði sigurmark Burnley á 77. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert