„City þarf nýjan markmann“

Ederson þakkar Jude Bellingham, sem skoraði sigurmarkið, fyrir leikinn í …
Ederson þakkar Jude Bellingham, sem skoraði sigurmarkið, fyrir leikinn í gær. AFP/Oli Scarff

Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, vill meina að Englandsmeistarar Manchester City þurfti nýjan markmann. 

Ederson gerði stór mistök í tapi City fyrir Real Madrid, 3:2, í fyrri leik liðanna í umspili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. 

„Við höldum áfram að tala um City og Rodri, að liðið þurfi nýja miðjumenn. Að mínu mati þarf City líka markmann. 

Ederson hefur staðið sig mjög vel fyrir City og unnið fullt af bikurum, en hann hefur verið lélegur of lengi,“ sagði Carragher á CBS. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert