James Tarkowski tryggði Everton jafntefli gegn Liverpool, 2:2, þegar hann skoraði glæsimark á áttundu mínútu uppbótartíma í Liverpool borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Áður hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1:2, sem virtist ætla að reynast sigurmark leiksins.
Beto braut ísinn snemma leiks áður en Alexis Mac Allister jafnaði metin fyrir Liverpool stuttu síðar með góðum skalla.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.