Kólumbíumaðurinn Luis Díaz er sagður vilja fara frá enska knattspyrnufélaginu Liverpool og til spænska stórveldisins Barcelona.
Spænski miðilinn Sport segir frá. Barcelona hefur áhuga á kantmanninum og vill hann fara út af persónulegum og knattspyrnulegum ástæðum.
Díaz gekk í raðir Liverpool í janúar 2022 frá Porto en síðan þá hefur hann spilað 131 leik fyrir félagið og skorað 36 mörk.