Framherji Forest nefbrotnaði

Taiwo Awoniyi nefbrotnaði í gærkvöldi.
Taiwo Awoniyi nefbrotnaði í gærkvöldi. AFP/Adrian Dennis

Framherjinn Taiwo Awoniyi nefbrotnaði í sigri Nottingham Forest á C-deildarliðinu Exeter í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í gærkvöldi. 

Forest fór áfram eftir vítakeppni en undir lok venjulegs leiktíma lá Awoniyi eftir í kjölfar þess að hafa lent í árekstri við Joe Whitworth, markmann Exeter. 

Nuno Espirito Santo, stjóri Forest, sagði eftir leik að hann hefði nefbrotnað í árekstrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert