Fylgdu sigrinum á Liverpool eftir með stórsigri

Guðlaugur Victor Pálsson og Morgan Whittaker fagna sigri á Brentford …
Guðlaugur Victor Pálsson og Morgan Whittaker fagna sigri á Brentford í enska bikarnum fyrr í mánuðinum. AFP/Glyn Kirk

Guðlaugur Victor Pálsson og liðsfélagar hans í Plymouth unnu stórsigur á Millwall, 5:1, í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Með sigrinum fór Plymouth upp úr fallsæti og ljóst að óvæntur sigur á Liverpool í ensku bikarkeppninni á sunnudag hefur gefið liðinu byr undir báða vængi.

Plymouth er nú 23. sæti, aðeins einu stigi frá öruggu sæti.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í vörn Plymouth og lagði upp þriðja mark heimamanna fyrir Mustapha Bundu þegar liðið komst í 3:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert