Byrjunarliðið sem Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur valið fyrir grannaslag gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er sögulegt þar sem ekki einn einasti Englendingur er í því.
Er það í fyrsta sinn í 132 og hálfs árs sögu félagsins sem karlaliðið er ekki með Englending í byrjunarliðinu í leik í efstu deild.
Michael Reid, tölfræðisérfræðingur hjá tölfræðisíðunni OptaJoe, vekur athygli á þessu á X-aðgangi sínum í kvöld.
Þá hafa aldrei verið færri uppaldir leikmenn í leikmannahópum beggja liða í Liverpool grannaslagnum.
Þeir eru aðeins þrír, enginn hjá Everton og þrír hjá Liverpool; Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Jarell Quansah sem eru allir á varamannabekk gestanna.
Tonight is the first time in Liverpool's history that they have named a starting XI for a top-flight match without a single English player in it. #LFC
— Michael Reid (@michael_reid11) February 12, 2025