Styrktaraðili Everton í vandræðum vegna klámauglýsingar

Carlos Alcaraz í leik með Everton. Stake er aðalstyrktaraðili Everton …
Carlos Alcaraz í leik með Everton. Stake er aðalstyrktaraðili Everton með auglýsingu framan á keppnistreyjunni. AFP/Paul Ellis

Ástralska veðmálasíðan Stake, sem er einn af helstu styrktaraðilum enska knattspyrnufélagsins Everton, hefur ákveðið að segja upp starfsleyfi sínu í Bretlandi í kjölfar rannsóknar á auglýsingu síðunnar í kynningarmyndbandi fyrir klámmyndband.

Kynningarmyndbandið sem um ræðir er af bresku klámstjörnunni Bonnie Blue, sem tilkynnti í því að hún væri mætt fyrir utan Nottingham Trent-háskólann með það að markmiði að sofa hjá 180 18 ára piltum.

Merki Stake var sýnilegt á skjánum allan tímann og hóf Veðmálanefnd Bretlands rannsókn vegna málsins. Eftir að rannsóknin hófst ákvað Stake að hætta störfum í Bretlandi.

Veðmálanefndin hyggst skrifa til Everton til þess að minna félagið á ábyrgð þess þegar kemur að því að auglýsa veðmálafyrirtæki sem eru ekki með starfsleyfi á Bretlandseyjum.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu stendur ekki til hjá Everton að skipta um aðalstyrktaraðila á keppnistreyjum liðsins.

Fleiri félög á við Nottingham Forest og Leicester City eru með veðmálasíður sem hafa ekki starfsleyfi á Bretlandseyjum sem aðalstyrktaðila framan á keppnistreyjum liða sinna og hyggst Veðmálanefndin einnig skrifa þeim áminningarbréf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert