Senegalski knattspyrnumaðurinn Nicolas Jackson verður frá næstu sex til átta vikurnar vegna meiðsla.
Þetta tilkynnti Enzo Maresca, stjóri Chelsea, á blaðamannafundi í dag en Jackson, sem er 23 ára gamall, er að glíma við meiðsli aftan í læri.
Þetta er mikil áfall fyrir Chelsea en Jackson er næstmarkahæsti leikmaður liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu með níu mörk í 23 leikjum.
Hann missir því af næstu leikjum liðsins og á Maresca von á því að hann snúi aftur í leikmannahóp Chelsea í apríl.
Framherjinn gekk til liðs við Chelsea frá Villarreal, sumarið 2023, fyrir 32 milljónir punda en hann hefur skorað 26 mörk í 68 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum.