Chelsea skellt í Brighton

Yankuba Minteh fagnar seinna marki sínu.
Yankuba Minteh fagnar seinna marki sínu. AFP/Glyn Kirk

Chelsea var skellt af Brighton, 3:0, í fyrsta leik 25. umferðar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Brighton í kvöld. 

Eftir leikinn er Brighton í áttunda sæti deildarinnar með 37 stig en Chelsea er í fjórða sæti með 43. 

Karou Mitoma kom Brighton yfir á 28. mínútu en næstu tvö mörk liðsins skoraði Yankuba Minteh, á þeirri 38. og 63. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert