Einn sá eftirsóttasti til Liverpool?

Alexander Isak.
Alexander Isak. AFP/Glyn Kirk

Sænski knattspyrnumaðurinn Alexander Isak er sagður mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Það er talkSport sem greinir frá þessu en Isak, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur skorað 17 mörk í 22 leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Framherjinn er samningsbundinn Newcastle út keppnistímabilið 2027-28 en hann gekk til liðs við enska félagið frá Real Sociedad sumarið 2022.

Hann kostar í kringum 75 milljónir punda en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Manchester United undanfarna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert