Enn eitt áfallið fyrir Arsenal

Bukayo Saka.
Bukayo Saka. AFP/Patricia de melo Moreira

Bukayo Saka, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, snýr ekki aftur á völlinn í bráð.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Saka, sem er 23 ára gamall, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla aftan í læri.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafði gert sér vonir um það að Saka yrði klár í slaginn í lok febrúar en bakslag kom í endurhæfingu leikmannsins og verður hann nú frá í að minnsta kosti átta vikur í viðbót.

Þetta er enn eitt áfallið fyrir Arsenal því í vikunni bárust fréttir af því að Kai Havertz yrði frá út keppnistímabilið. Þá spilar Gabriel Jesus ekki meira á þessu tímabili og Gabriel Martinelli er einnig að glíma við meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert