Slot tjáir sig um rauða spjaldið

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Paul Ellis

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tjáði sig um rauða spjaldið sem hann fékk eftir leik gegn Everton á miðvikudagskvöld á fréttamannafundi í morgun.

Slot mátti ekki halda fréttamannafund eftir leikinn vegna rauða spjaldsins, en hann var sýnilega ósáttur eftir að Everton jafnaði metin í 2:2 á áttundu mínútu uppbótartíma.

„Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað var sagt. Það er ferli í gangi og ég vil ekki trufla það. Það sem gerðist sneri að uppbótartímanum, fimm mínútna uppbótartímanum sem endaði á að vera átta mínútur.

Ég lét tilfinningarnar hlaupa með mig í gönur. Ef ég gæti gert þetta öðruvísi þá hefði ég gjarna viljað gera það. Ég vonast líka til þess að gera þetta öðruvísi næst,“ sagði hollenski stjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert