Gott gengi Everton heldur áfram

Beto fagnar marki sínu.
Beto fagnar marki sínu. AFP/Glyn Kirk

Everton gerði góða ferð til Lundúna er liðið hafði betur gegn Crystal Palace, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Everton hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum í deildinni en David Moyes tók við liðinu í miðjum janúar.

Everton er komið upp í 13. sæti með 30 stig en Crystal Palace er í 12. sæti með jafn mörg stig.

Beto kom Everton yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 1:0, Everton í vil í hálfleik.

Frakkinn Jean-Philippe Mateta jafnaði metin fyrir Palace á 47. mínútu. Argentínumaðurinn Carlos Alcaraz skoraði sigurmark Everton á 80. mínútu. Lokaniðurstaðan því 2:1-sigur Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert