Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City mæta Newcastle í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Bæði lið eru með 41 stig í 5. og 6. sæti.
City-liðið hefur ekki verið upp á sitt besta en hefur unnið 18 titla síðan Guardiola tók við liðinu árið 2016.
„Eitt lélegt tímabil á átta árum getur gerst. Hafið þið séð Liverpool á þessu tímabili? Þeir geta ekki náð 100 stigum, kannski 99 en ekki 100, og sjáðu tímabilið sem þeir eru að eiga. Það lét mig átta mig á því sem okkur tókst,“ sagði Guardiola en City vann ensku deildina tímabilið 2017/18 með 100 stigum.