Franska knattspyrnufélagið París SG hefur áhuga á því að fá Ibrahima Konaté, miðvörð Liverpool, í sumarglugganum.
Samkvæmt ESPN hefur Konaté áhuga á því að fara til félagsins en hann er sjálfur leikmaður franska landsliðsins.
Hann kom til Liverpool frá RB Leipzig árið 2021 og hefur síðan spilað 116 leiki fyrir félagið. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2026.