Noni Madueke fór meiddur af velli þegar Chelsea tapaði 3:0 gegn Brighton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær og verður frá í einhvern tíma.
Hann fór af velli á 21. mínútu og Enzo Maresca knattspyrnustjóri Chelsea hefur staðfest að hann meiddist aftan í læri.
Madueke hefur skorað átta mörk og lagt upp fjögur í ensku deldinni á tímabilinu.
Wesley Fofana, Romeo Lavia, Nicolas Jackson, Benoit Badiashile og Marc Guiu eru einnig að glíma við meiðsli en næri leikur Chelsea er gegn Aston Villa næstkomandi laugardag.