Slæmar fréttir fyrir Chelsea

Noni Madueke.
Noni Madueke. AFP/Justin Tallis

Noni Madueke fór meiddur af velli þegar Chelsea tapaði 3:0 gegn Brighton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær og verður frá í einhvern tíma.

Hann fór af velli á 21. mínútu og Enzo Maresca knattspyrnustjóri Chelsea hefur staðfest að hann meiddist aftan í læri.

Madueke hefur skorað átta mörk og lagt upp fjögur í ensku deldinni á tímabilinu.

Wesley Fofana, Romeo Lavia, Nicolas Jackson, Benoit Badiashile og Marc Guiu eru einnig að glíma við meiðsli en næri leikur Chelsea er gegn Aston Villa næstkomandi laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert