Spánverjinn hetja Arsenal

Mikel Merono fagnar í dag.
Mikel Merono fagnar í dag. AFP/Justin Tallis

Arsenal hafði betur gegn Leicester, 2:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal er í öðru sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool. Leicester er í 18. sæti með 17 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur og gekk illa hjá báðum liðum að skapa sér færi. Wilfred Ndidi hjá Leicester komst næst því að skora en hann skallaði framhjá úr góðri stöðu í teignum í uppbótartíma.

Thomas Partey og Jamie Vardy eigast við í dag.
Thomas Partey og Jamie Vardy eigast við í dag. AFP/Justin Tallis

Seinni hálfleikurinn var skemmtilegri og Ethan Nwaneri skaut í slá á 61. mínútu og í stöng á 76. mínútu.

Það var hins vegar spænski varamaðurinn Mikel Merino sem kom Arsenal yfir á 81. mínútu þegar hann skallaði í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Nwaneri.

Hann var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar er hann lagði boltann í netið af stuttu færi í fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard og þar við sat.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Leicester 0:2 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert