Amad Diallo, ein skærasta stjarna Manchester United á þessari leiktíð, meiddist á æfingu í vikunni og verður líklegast frá út tímabilið.
Diallo hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 22 leikjum fyrir United í deildinni á þessari leiktíð.
Fyrr í dag var greint frá því að hinn ungi Kobbie Mainoo verði frá í nokkrar vikur eftir að hafa einnig meiðst á æfingu í vikunni.