Baðst afsökunar 22 árum síðar

Ruud van Nistelrooy á hliðarlínunni.
Ruud van Nistelrooy á hliðarlínunni. AFP/Henry Nicholls

Martin Keown og Ruud van Nistelrooy sættust í gær eftir atvik sem gerðist fyrir 22 árum síðan.

Keown lék með Arsenal á meðan van Nistelrooy var leikmaður Manchester United þegar rígurinn á milli félaganna var sérlega mikill stuttu eftir aldarmót.

Í leik liðanna árið 2003, sem endaði 0:0, brenndi van Nistelrooy af víti í blálokin og Keown fagnaði með því að öskra í andlitið á þeim hollenska.

Þeir félagar gátu hlegið að atvikinu í dag og rifjað upp gamla tíma á skemmtilegan hátt þegar þeir hittust fyrir leik Leicester og Arsenal í gær en Keown er sjónvarpsmaður á TNT-stöðinni á meðan van Nistelrooy er stjóri Leicester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert