Ekkert gekk upp hjá United (myndskeið)

Manchester United tapaði 1:0 fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Lundúnum í dag.

Markið skoraði James Maddison en hann potaði boltanum í markið þegar aðeins 13 mínútur voru liðnar af leiknum.

Alejandro Garnacho fékk tvö frábær færi fyrir United en tókst ekki að koma boltanum fram hjá Guglielmo Vicario, markmanni Tottenham, sem átti stórleik í endurkomu sinni eftir meiðsli.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert