Laust og á mitt markið hjá Salah (myndskeið)

Liverpool hafði betur gegn Wolves, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í dag.

Luis Díaz gerði fyrra mark Liverpool á 15. mínútu og Mo Salah bætti við öðru markinu úr á 37. mínútu.

Matheus Cunha minnkaði muninn með fallegasta marki leiksins á 67. mínútu og þar við sat.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert