Liverpool aftur með sjö stiga forskot

Mo Salah skorar úr vítinu.
Mo Salah skorar úr vítinu. AFP/Darren Staples

Liverpool hafði betur gegn Wolves, 2:1, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum náði Liverpool aftur sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar. Wolves er áfram tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Luis Díaz kom Liverpool yfir á 15. mínútu er hann skoraði af stuttu færi með því að detta á boltann sem lak rétt yfir marklínuna.  

Luis Diaz og Nelson Semedo eigast við í dag.
Luis Diaz og Nelson Semedo eigast við í dag. AFP/Darren Staples

Díaz var aftur á ferðinni á 37. mínútu þegar hann slapp í gegn og Jose Sá í marki Wolves tók hann niður. Mo Salah fór á vítapunktinn, skoraði af öryggi og kom Liverpool í 2:0, sem voru hálfleikstölur.

Wolves var mun betri aðilinn framan af í seinni hálfleik og það skilaði sér í marki á 67. mínútu er Matheus Cunha skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig í bláhornið fjær.

Úlfarnir reyndu hvað þeir gátu til að skora annað mark en Liverpool varðist vel og hélt út.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 2:1 Wolves opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma. Nóg eftir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert