Í Vellinum á Símanum Sport ræddu þau Kjartan Henry Finnbogason, Margrét Lára Viðarsdóttir og þáttastjórnandinn Hörður Magnússon um leik Manchester United gegn Tottenham í dag.
„Bjóst við meira rokk og ról leik,“ sagði Kjartan Henry en leikurinn endaði 1:0 fyrir Tottenham.
„Eins og svo oft áður hjá United í vetur er nóg að dæla inn á teig og þeir eru í vandræðum,“ sagði Margrét Lára um markið sem United fékk á sig í dag.
Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.