Að rofa til í samningsmálum Salah?

Vantar svona lítið upp á að Salah skrifi undir nýjan …
Vantar svona lítið upp á að Salah skrifi undir nýjan samning? AFP/Darren Staples

Ramy Abbas Issa, umboðsmaður Mohamed Salah, tjáði sig í síðustu viku um Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, með jákvæðum hætti og gera enskir fjölmiðlar að því skóna að það gæti þýtt jákvæðar fréttir af samningsmálum Salah.

Samningur hans rennur út í sumar og hefur ekkert gengið í samningaviðræðum milli Abbas Issa og Liverpool.

Á X-aðgangi sínum skrifaði Abbas Issa um Slot: „Stórkostlegur í sínu starfi.“

Enskir miðlar á við Mirror telja þetta hrós vísbendingu um að Liverpool og Salah séu loks að ná saman og benda á að umboðsmaðurinn myndi ekki hrósa stjóranum með þessum hætti nema vera viss um að skjólstæðingur hans myndi vera um kyrrt hjá Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert