Arnór laus frá Blackburn

Arnór Sigurðsson í leik með Blackburn.
Arnór Sigurðsson í leik með Blackburn. AFP/Glyn Kirk

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi um starfslok við Blackburn á Englandi. 

Arnór er laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 

Arn­ór kom lítið sem ekk­ert við sögu hjá Blackburn á tíma­bil­inu, fyrst vegna veik­inda og svo vegna þrálátra meiðsla.

Hann var síðan tekinn af leikmannalista Blackburn fyrir síðari hluta tímabilsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert