Börsungar aftur á toppinn

Börsungar fagna sigurmarki Roberts Lewandowski.
Börsungar fagna sigurmarki Roberts Lewandowski. AFP/Lluis Gene

Barcelona er komið á toppinn í efstu deild karla í spænska fótboltanum eftir heimasigur á Rayo Vallecano, 1:0, í Barcelona í kvöld. 

Börsungar eru með 51 stig í toppsæti deildarinnar, jafnmörg og Spánarmeistarar Real Madrid en töluvert betri markatölu. 

Atlético Madrid er síðan í þriðja sæti með stigi minna. 

Robert Lewandowski skoraði sigurmark Börsunga úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert