Fellur Manchester United í B-deildina?

Ruben Amorim, stjóri Manchester United.
Ruben Amorim, stjóri Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Manchester United tapaði sínum tólfta leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar liðið heimsótti Tottenham í 25. umferð deildarinnar.

Leiknum lauk með naumum sigri Tottenham, 1:0, þar sem James Maddison skoraði sigurmark leiksins strax á 13. mínútu.

United er í fimmtánda sæti deildarinnar með 29 stig, 12 stigum frá fallsæti þegar þrettán umferðum er ólokið í deildinni.

Árangurinn er einn sá versti í sögu félagsins í efstu deild en tímabilið 1973-74 tapaði liðið þrettán af fyrstu 25 leikjum sínum í deildinni.

Þá hafnaði liðið í 21. sæti deildarinnar með 32 stig, af 22 liðum, og féll í ensku B-deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert