„Ég skil það bara vel,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi um atvik þegar leikmenn Wolves vildu fá annað gult spjald og þar með rautt á Ibrahima Konaté, miðvörð Liverpool.
„En ætli það skipti ekki máli að þetta er 5-6 mínútum eftir þetta fyrra gula spjald og það er oft sem þarf aðeins meira til. Dómarinn var með það fast í minninu.
Ég er nokkuð viss um að ef hann hefði ekki verið kominn með gult spjald þá hefði hann spjaldað fyrir þetta,“ hélt Kjartan Henry áfram.
„Hann hefði vel getað fengið annað gula spjaldið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Umræðu þeirra með þáttastjórnandanum Herði Magnússyni um leikinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.