Leeds nálgast ensku úrvalsdeildina

Pascal Struijk reyndist hetja Leeds.
Pascal Struijk reyndist hetja Leeds. AFP/Oli Scarff

Leeds vann gífurlega mikilvægan sigur á Sunderland, 2:1, í stórleik umferðarinnar í ensku B-deild karla í knattspyrnu á Elland Road í Leeds í kvöld. 

Leedsarar eru í toppsæti B-deildarinnar með 72 stig, tveimur stigum á undan Sheffield United í öðru og sjö stigum á undan Burnley í þriðja. 

Wilson Isidor kom Sunderland yfir á 32. mínútu en Pascal Struijk jafnaði metin fyrir Leeds á þeirri 78. 

Undir blálok leiks var síðan Struijk aftur á ferðinni og skoraði sigurmarkið, 2:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert