Íslendingarnir fara á Wembley

Willum Þór Willumsson og samherjar hans leika á Wembley.
Willum Þór Willumsson og samherjar hans leika á Wembley. Ljósmynd/Alex Nicodim

Birmingham hafði betur gegn Bradford, 2:1, á heimavelli í undanúrslitum neðrideildabikarsins á Englandi í kvöld.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham og lék fram að uppbótartíma. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi liðsins en hann hefur verið að glíma við meiðsli og veikindi.

Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley 13. apríl næstkomandi. Verða andstæðingar Birmingham annaðhvort Wrexham eða Peterborough.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert