Varnarmaður Liverpool frá út tímabilið?

Joe Gomez.
Joe Gomez. AFP/Paul Ellis

Joe Gomez, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, gæti misst af restinni af tímabili.

Arne Slot, stjóri Liverpool, greindii frá þessu á blaðamannafundi í dag en Liverpool mætir Aston Villa í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Birmingham á morgun.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram í mars en hann var færður vegna þátttöku Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins þar sem Liverpool mætir Newcastle á Wembley þann 16. mars.

Gomez meiddist aftan í læri í leik liðsins gegn Plmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á dögunum en hann gæti þurft að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna.

Slot vonast til þess að Gomez nái lokaleikjum liðsins í ár en útilokaði þó ekki að hann yrði frá út tímabilið ef hann þyrfti að gangast undir aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert